Bandaríkjamenn höfðu með öðrum orðum ekki sitt fram og því til staðfestingar er að Julian Assange er laus úr haldi.

Úr ólíkum áttum
Ögmundur Jónasson
ogmundur@ogmundur.is

Julian Assange stofnandi Wikileaks-fréttaveitunnar er frjáls maður. Undanfarin fimm ár hefur hann setið í Belmarsh-fangelsinu í London án dóms og laga á meðan tekist var á um það hvort fara skyldi að kröfu Bandaríkjastjórnar um framsal til Bandaríkjanna. Þar yrði hann látinn svara til saka fyrir að koma á framfæri upplýsingum um stríðsglæpi Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra, og ef fundinn sekur hefði það getað þýtt fangelsisdóm upp á hundrað sjötíu og fimm ár.

Enda þótt tekist væri á um framsalsmálið í dómsölum mátti augljóst vera að það væri pólitískt fremur en lagalegs eðlis. Sýna þyrfti fjölmiðlafólki fram á að fréttir af stríðsglæpum „okkar manna“ væru saknæmar og leiddu til þungra dóma. „Íslandsvinurinn“ Pompeo, fyrrum yfirmaður CIA, bandarísku leyniþjónustunnar, og síðar utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði

...