Rokkbandið Foringjarnir sný aftur í næstu viku eftir um 35 ára hlé á landsmóti Sniglanna. Þrír upprunalegir liðsmenn verða á sviðinu ásamt sonum tveggja þeirra og einum af fjölmörgum bassaleikurum sem komið hafa við sögu bandsins. Giggið er tileinkað minningu eins þeirra, Steingríms Erlingssonar.
Foringjarnir eru enn í fullu 
fjöri; Oddur F. Sigurbjörnsson, Þórður Bogason og 
Jósep Sigurðsson.
Foringjarnir eru enn í fullu fjöri; Oddur F. Sigurbjörnsson, Þórður Bogason og Jósep Sigurðsson. — Morgunblaðið/Eggert

Orri Páll Ormarsson
orri@mbl.is

Steingrímur Erlingsson bassaleikari hafði stundum fært í tal við sína gömlu félaga í Foringjunum hvort þetta gamla rokkband, sem stofnað var 1986, þyrfti ekki að koma aftur saman og efna til tónleika. Viljinn var sannarlega fyrir hendi en ekkert varð hins vegar úr. Svo þegar Steingrímur féll skyndilega frá fyrir hálfu öðru ári sáu eftirlifandi félagar hans sæng sína upp reidda; þeir yrðu láta þennan gamla draum rætast og að koma saman á ný í minningu Steingríms.

„Fráfall Steingríms var áminning um þá staðreynd að enginn er eilífur og að við yrðum loksins að koma saman aftur áður en fleiri hrykkju upp af,“ segir Þórður Bogason söngvari.

Oddur F. Sigurbjörnsson trommuleikari tekur í sama streng; það væri nú eða aldrei að koma Foringjunum aftur upp á svið. Sveitin hefur raunar aldrei formlega lagt upp laupana en síðasta giggið var annað

...