Þórður Gunnarsson
Þórður Gunnarsson

Þórður Gunnarsson hagfræðingur fjallar um virkni viðskiptaþvingana í grein í Viðskiptablaðinu í síðustu viku. Hann bendir á að útflutningstekjur Rússlands af olíu og gasi hafi aukist um meira en 80% á milli ára og að „hvers konar tilraunir til takmarkana á framboði leiða af sér hærra verð og þar af leiðandi auknar tekjur framleiðenda“.

Aðgerðir til að skaða efnahag Rússlands vegna innrásarinnar í Úkraínu hafi haft þveröfug áhrif og helst skaðað Evrópu. Rússland selji Evrópu enn þriðjung þess sem álfan noti af gasi og olían sem dælt sé á farartæki í Evrópu komi einnig að mestu frá Rússlandi, en nú með viðkomu á Indlandi.

Þórður segir að áhrifaríkasta leiðin til að skaða efnahag Rússlands væri að auka framleiðslu á olíu og gasi. „Það er eina raunhæfa leiðin til að lækka heimsmarkaðsverð hvaða hrávöru sem er, sama hvort fólki líkar betur eða verr.“ Umhverfispólitík hafi hins vegar komið í veg fyrir þetta.

...