Margrét Sveinsdóttir fæddist í Bræðratungu í Biskupstungum 29. nóvember 1931. Hún lést á Dvalarheimilinu Boðaþingi 13. júní 2024.

Foreldrar hennar voru Sveinn Hjörleifsson, f. 14 september 1904, d. 14. febrúar 1978, og Elín Arndís Sigurðardóttir, f. 12. maí 1904, d. 24. mars 1969.

Systkini hennar eru: Sigríður, f. 1932, Ingigerður, f. 1935, d. 1935, Sigurður, f. 1936, Elías Hjörleifur, f. 1938, Hilmar Leifur, f. 1940, og Svanhildur, f. 1943.

Margrét ólst upp í faðmi fjölskyldunnar, fyrst í Bræðratungu og síðan flytja þau að Drumboddsstöðum í Biskupstungum. Árið 1935 flytur Margrét með fjölskyldu sinni á Selfoss þar sem hún bjó og starfaði um tíma. Hún lauk námi úr Húsmæðraskólanum.

Börn hennar eru: Andrés Andrésson, f. 1963, og Elín Arndís, f. 1972,

...