Páll Karlsson læknir hefur fundið leið til þess að greina sjúklinga fjöltaugabólgu áður en einkenni gera vart við sig. Býður það upp á margvíslega möguleika við meðferð sjúkdómsins að sögn Páls.
Páll Karlsson
Páll Karlsson

Geir Áslaugarson
geir@mbl.is

Páll Karlsson læknir hefur fundið leið til þess að greina sjúklinga fjöltaugabólgu áður en einkenni gera vart við sig. Býður það upp á margvíslega möguleika við meðferð sjúkdómsins að sögn Páls.

Páll, sem varði doktorsritgerð sína í læknisfræði árið 2013, hefur varið æðri doktorsritgerð við háskólann í Árósum. Fræðimönnum innan læknisvísinda gefst kostur á að verja æðri doktorsritgerð geti þeir sýnt fram á framlag til framþróunar læknisvísinda. Þannig þurfti Páll að sýna fram á framþróun í greiningu á fjöltaugabólgu, sem og mögulegra meðferða við henni.

Ritgerð Páls er samansafn níu greina sem hann hefur unnið að í gegnum árin. Greinarnar hafa með smáar taugafrumur að gera sem finna má í húðinni og í hornhimnu augans. Frumurnar senda boð um ákveðnar skyn- og verkjatilfinningar til taugakerfisins og í tilfelli þeirra sem þjást af

...