„MG er sjaldgæfur sjálfsofnæmistaugasjúkdómur þar sem líkaminn ræðst á mót tauga og vöðva,“ segir Júlíana Magnúsdóttir hjúkrunarfræðingur um sjúkdóminn myasthenia gravis.
Stjórnarkonurnar Arna og Júlíana þjást báðar af MG og sitja í stjórn félags þeirra sem þessi vangreindi sjálfsofnæmistaugasjúkdómur hrjáir.
Stjórnarkonurnar Arna og Júlíana þjást báðar af MG og sitja í stjórn félags þeirra sem þessi vangreindi sjálfsofnæmistaugasjúkdómur hrjáir.

Atli Steinn Guðmundsson
atlisteinn@mbl.is

„MG er sjaldgæfur sjálfsofnæmistaugasjúkdómur þar sem líkaminn ræðst á mót tauga og vöðva,“ segir Júlíana Magnúsdóttir hjúkrunarfræðingur um sjúkdóminn myasthenia gravis sem verður tilefni ráðstefnu á Íslandi í haust.

Lýsir Júlíana því í samtali við Morgunblaðið ásamt Örnu Bech – en þær þjást báðar af MG og eru stjórnarkonur í MG-félaginu – að taugaboðin berist ekki yfir til vöðvanna nema að litlu leyti, jafnvel alls ekki. „Þetta er sveiflukenndur sjúkdómur og má lýsa honum eins og vöðvarnir verði bensínlausir vegna þess að við endurtekna hreyfingu hætta þeir að virka,“ heldur Júlíana áfram.

Sjúkdómurinn hefur mjög mismunandi áhrif á sjúklinga og má jafnvel segja að nánast engir tveir fái nákvæmlega eins einkenni, hefur hann þess vegna stundum verið nefndur snjókornasýki, „snowflake disease“, á ensku en Arna og Júlíana vilja

...