Stéttarfélagið Viska og samninganefnd ríkisins skrifuðu undir kjarasamning í gærkvöldi sem gildir til fjögurra ára. Í tilkynningu frá Visku segir að um sé að ræðða nýjan heildarkjarasamning sem felur í sér afturvirkni frá 1. apríl.

Viska er fyrsta stéttarfélagið innan Bandalags háskólamanna (BHM) til að skrifa undir kjarasamning í þessari kjaralotu.

Haldnir verða tveir kynningarfundir um samninginn fyrir félagsfólk Visku hjá ríkinu. Fundirnir verða fjarfundir og verða haldnir annars vegar þriðjudaginn 2. júlí frá klukkan 16 til 17 og miðvikudaginn 3. júlí klukkan 12 til 13.

Kosning um samninginn hefst einnig miðvikudaginn 3. júlí kl. 17 og lokar mánudaginn 8. júlí kl. 12 að hádegi.