Parísarbúar sem sáu fyrir sér að græða vel á því að leigja út eignir sínar á meðan Ólympíuleikarnir yrðu haldnir í borginni sitja nú margir hverjir eftir með sárt ennið.
París Margir Parísarbúar töldu sig hafa séð sér leik á borði er þeir auglýstu íbúðir sínar til leigu yfir Ólympíuleikana.
París Margir Parísarbúar töldu sig hafa séð sér leik á borði er þeir auglýstu íbúðir sínar til leigu yfir Ólympíuleikana. — AFP/Miguel Medina

Fréttaskýring
Sonja Sif Þórólfsdóttir
sonja@mbl.is

Parísarbúar sem sáu fyrir sér að græða vel á því að leigja út eignir sínar á meðan Ólympíuleikarnir yrðu haldnir í borginni sitja nú margir hverjir eftir með sárt ennið. Spenntu margir bogann of hátt í verðlagningu í upphafi árs sem olli því að enginn vildi leigja eignir þeirra.

Verð á gistingu í París í júlí og fram í ágúst hefur lækkað mikið, ekki síst á leigumiðluninni Airbnb.

Ólympíuleikarnir hefjast 26. júlí og standa fram í ágúst. Hafa leigusalar á Airbnb þurft að lækka verðið á eignum sínum mikið til þess að geta yfir höfuð leigt þær út þennan tíma.

AFP-fréttastofan ræddi við Giuliu, fasteignasala sem býr í París og leigir út eign sína. Hún hafði séð fyrir sér að geta grætt vel á útleigu á íbúð sinni yfir Ólympíuleikana og á sama tíma færi hún í gott frí til útlanda á meðan.

...