Staðan kom upp í áskorendaflokki Skákþings Íslands sem lauk fyrir skömmu í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur.
Svartur á leik
Svartur á leik

1. d4 f5 2. Rc3 Rf6 3. Bg5 d5 4. Bxf6 exf6 5. e3 c6 6. Bd3 Bd6 7. Rge2 De7 8. 0-0 g6 9. a3 Rd7 10. Rb1 0-0 11. c4 dxc4 12. Bxc4+ Kg7 13. Rbc3 Rb6 14. Bb3 Be6 15. d5 cxd5 16. Rxd5

Staðan kom upp í áskorendaflokki Skákþings Íslands sem lauk fyrir skömmu í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur. Lenka Ptácníková (2.114) hafði svart gegn Mikael Bjarka Heiðarssyni (1.908) . 16. ... Bxd5! og hvítur gafst upp. Svartur hefði unnið tafl eftir 17. Bxd5 Had8 18. Rc3 Be5. Margir íslenskir skákmenn sitja að tafli á erlendum vettvangi þessa dagana, meðal annars taka titilhafar á borð við Hannes Hlífar Stefánsson, Helga Áss Grétarsson, Hilmi Frey Heimisson og Vignir Vatnar Stefánsson þátt í alþjóðlegu móti í Ceske Budejovice í Tékklandi. Á morgun hefst HM öldungasveita í Kraká í Póllandi en íslenskt lið er á meðal keppnissveita.

...