Það hefur verið heldur fátt um fína drætti í kvikmyndahúsum það sem af er sumri og þær stórmyndir sem sýndar hafa verið valdið nokkrum vonbrigðum.
Björn Margir bíða spenntir eftir nýrri syrpu af þáttunum The Bear en færri virðast bíða eftir stórmyndum sumarsins í kvikmyndahúsum.
Björn Margir bíða spenntir eftir nýrri syrpu af þáttunum The Bear en færri virðast bíða eftir stórmyndum sumarsins í kvikmyndahúsum.

Af listum
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is

Það hefur verið heldur fátt um fína drætti í kvikmyndahúsum það sem af er sumri og þær stórmyndir sem sýndar hafa verið valdið nokkrum vonbrigðum. Er þá átt við kvikmyndir af dýrara taginu, þær sem hvað mestu eiga að skila þegar kemur að miðasölutekjum og þá um leið þær sem kostuðu hvað mest í framleiðslu.

The Fall Guy og Furiosa: A Mad Max Story hafa notið mun minni aðsóknar en framleiðendur veðjuðu á og framhaldsmyndirnar Bad Boys: Ride or Die og Inside Out 2 líta út fyrir að vera meira af því sama, líkt og hin væntanlega framhaldsmynd A Quiet Place: Day One. Það virðist þó ekki alltaf draga úr aðsókninni að boðið sé upp á gamlar tuggur því sumar tuggur eru greinilega vinsælli en aðrar. Will Smith virðist t.d. ekki hafa tapað áhorfendum með því að slá Chris Rock utan undir í beinni útsendingu á Óskarsverðlaununum fyrir

...