Valur tryggði sér á laugardag sæti í úrslitaleik bikarkeppni kvenna í knattspyrnu með því að leggja Þrótt úr Reykjavík örugglega að velli, 3:0, í undanúrslitum á Hlíðarenda. Valur mætir Breiðabliki í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli föstudaginn 16. ágúst. Jasmín Erla Ingadóttir skoraði fyrir Val auk þess sem tvö mörk liðsins voru sjálfsmörk Þróttara. Þau skoruðu Sæunn Björnsdóttir og María Eva Eyjólfsdóttir.

Íslenska U20-ára landsliðið í handknattleik kvenna tryggði sér í gær sjöunda sætið á HM 2024 í Norður-Makedóníu með því að leggja Sviss að velli, 29:26, í leiknum um 7.-8. sæti mótsins. Inga Dís Jóhannsdóttir var markahæst Íslendinga með sjö mörk, Elín Klara Þorkelsdóttir skoraði fimm mörk og Elísa Elíasdóttir fjögur.

Knattspyrnumennirnir

...