Irma Gunnarsdóttir úr FH sló 27 ára gamalt Íslandsmet í þrístökki á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum á Akureyri í gær.
Íslandsmet Irma Gunnarsdóttir sló 27 ára gamalt Íslandsmet í þrístökki á 
Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum á Akureyri um helgina.
Íslandsmet Irma Gunnarsdóttir sló 27 ára gamalt Íslandsmet í þrístökki á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum á Akureyri um helgina. — Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Meistaramót Íslands
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is

Irma Gunnarsdóttir úr FH sló 27 ára gamalt Íslandsmet í þrístökki á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum á Akureyri í gær. Irma stökk 13,61 metra og sló því met Sigríðar Önnu Guðjónsdóttur frá árinu 1997, sem var 13,18 metrar.

Erna Sóley Gunnarsdóttir sló eigið Íslandsmet í kúluvarpi í gær er hún kastaði lengst 17,91 metra. Irma var önnur með kast upp á 13,52 metra.

Títtnefnd Irma bar sigur úr býtum í langstökki á laugardag er hún stökk einum sentimetra lengra en Birna Kristín Kristjánsdóttir úr Breiðabliki, sem hafnaði í öðru sæti. Lengsta stökk Irmu var 6,32 metrar en Birnu Kristínar 6,31.

FH-ingurinn Daníel Ingi Egilsson sigraði í langstökki karla á laugardag en hans lengsta stökk var 7,28 metrar.

Helga Þóra Sigurjónsdóttir jafnaði þá mótsmet í

...