„Þannig ég tók helvítis brjóstahaldarana og flutti þá yfir til nágrannans sem eiginlega upptökin að þessu. Og síðan hafa þeir verið þar,“ segir Anna Birna.
Mæðgurnar Anna Birna Þráinsdóttir og Ingveldur Anna Sigurðardóttir, ásamt hundunum Kana og Felix í hlaðinu heima í Varmahlíð.
Mæðgurnar Anna Birna Þráinsdóttir og Ingveldur Anna Sigurðardóttir, ásamt hundunum Kana og Felix í hlaðinu heima í Varmahlíð. — Morgunblaðið/Brynjólfur Löve

Skúrinn, eða The Garage, opnaði árið 2017, er hlýlegt gistiheimili og í móttökunni er ilmur af nýbakaðri skúffuköku. Hugmyndin að gistiheimilinu kviknaði nokkrum árum áður þegar Anna Birna hafði um nokkurra ára skeið horft á endalaust af erlendum ferðamönum keyra fram hjá bænum. Þegar kom að því að opna gistiheimilið tók það þó samhenta fjölskylduna á Varmahlíð aðeins 10 mánuði að moka út úr gamla fjósinu og gera það gistiheimili.

„Hér var haughúsið fullt af skít og gefið á fóðurganginn. Við hættum með kýr hér um árið 2000 og fórum að stunda daglaunavinnu. Við vorum orðin þreytt á að sinna daglaunavinnunni, níu til fimm. Við sáum hér ferðamenn keyra fram hjá niðri á þjóðvegi, endalaust. Þannig að við ákváðum að breyta um og tókum öll gömul hús sem við hugsanlega fundum á hlaðinu og breyttum í ferðamannagistingu. Það var mikið heillaspor,“ segir Anna Birna.

Anna Birna er fyrrverandi sýslumaður og Ingveldur Anna er

...