Allir skúlptúrarnir eru fletir úr málverkinu, þannig að ég færi málverkið út fyrir strigann og inn í rýmið og jafnvel út fyrir veggi safnsis.
„Ég mun halda áfram að sinna bæði myndlist og hönnun,“ segir Salóme.
„Ég mun halda áfram að sinna bæði myndlist og hönnun,“ segir Salóme. — Morgunblaðið/Árni

Engill og fluga er titill sýningar Salóme Hollanders í Listasafni Akureyrar. Sýningin stendur til 18. ágúst.

„Ég er með innsetningu sem samanstendur af steypuskúlptúrum og málverki á striga. Svo er stór blár flötur í málverkinu og ég málaði beint á vegg í sýningarrýminu. Allir skúlptúrarnir eru fletir úr málverkinu, þannig að ég færi málverkið út fyrir strigann og inn í rýmið og jafnvel út fyrir veggi safnsins, en einn skúlptúranna stendur úti undir berum himni,“ segir Salóme.

Salóme lauk BA-námi í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands árið 2022. Það má kannski segja að verk hennar liggi gjarnan á mörkum hönnunar og myndlistar. „Ég lauk bæði hönnunarnámi og listnámi og vinn þarna á mörkunum. Mér þykir rýmið sem skapast við skörun sviðanna tveggja mjög áhugavert“ segir hún. „Ég lít á verkin á sýningunni sem myndlistverk en hugmyndin að sýningunni er sprottin út frá hönnunarverkefni sem ég sýndi í Mengi á Hönnunarmars

...