Við sem berum ekki hlýjar taugar til kynhlutlausa tungumálsins höldum staðfastlega í það sem við teljum góða og gilda íslensku og fúlsum við öðru.
Kristján Hreinsson kærir RÚV vegna þess að þar finnst honum ekki vera töluð góð og rétt íslenska.
Kristján Hreinsson kærir RÚV vegna þess að þar finnst honum ekki vera töluð góð og rétt íslenska.

Sjónarhorn
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@mbl.is

Það er erfitt að banna fólki að tala eins og það vill, eiginlega nánast ómögulegt. Þeir sem eru viðkvæmir gagnvart tungumálinu og notkun þess verða þess vegna iðulega að bera harm sinn í hljóði. Sumum er það ómögulegt, eins og Skerjafjarðarskáldinu Kristjáni Hreinssyni sem hefur sent Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra kæru á hendur starfsmönnum og stjórnendum RÚV vegna misþyrmingar á tungumálinu. Brot starfsmanna felst að hans mati í því að auka mjög notkun hvorugkyns og draga stórlega úr notkun karlkyns í nafni kynhlutleysis í málfari.

Kæra Kristjáns mun ekki leiða til þess að starfsmenn RÚV kasti því kynhlutlausa málfari sem þeir hafa flestir tileinkað sér. Hún er hins vegar frumleg leið til að vekja fólk til umhugsunar um íslenskuna og notkun hennar. Hið kynhlutlausa málfar er vissulega hvimleitt og framkallar

...