Elena Kristín starfar sem bókmenntafræðingur
Elena Kristín starfar sem bókmenntafræðingur

Það eru alltaf nokkuð margar bækur á náttborðinu mínu þar sem ég les aðalega á kvöldin. Þessa stundina er ég að lesa íslensku þýðinguna á verkum hrollvekjuhöfundarins Edgar Allan Poe, sem gefin var út í fyrra, hún er listavel þýdd og ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Inngangur bókarinnar er mjög áhugaverður en þar fjallar Ástráður Eysteinsson bókmenntafræðingur um ævi og skrif Poe. Í bókinni eru bæði kvæði og smásögur og virkilega skemmtilegt að lesa þær á íslensku. Bókin heitir Edgar Allan Poe, Kvæði og sögur.

Ég hlusta á bækur þegar ég er að þrífa eða keyra og þá yfirleitt á eitthvað léttmeti. Bækurnar sem eru í „eyrunum“ á mér núna eru Sjö systur eftir Lucindu Riley. Þetta eru sjö bækur sem fjalla um Pa Salt, fimmtugan milljarðarmæring sem ættleiðir sex dætur víðs vegar að úr heiminum og ferðalag systrana við að finna fjölskyldur þeirra eftir að hann deyr. Bækurnar eru alveg

...