„Það er ekki vegna þess að ég sá þessa lífsreynslu í nýju ljósi. Ég átti einfaldlega í erfiðleikum með að gera þessu skil og finna réttu orðin.“
Mark Morton man tímana tvenna í málminum.
Mark Morton man tímana tvenna í málminum.

„Það er ekki vegna þess að ég sá þessa lífsreynslu í nýju ljósi. Ég átti einfaldlega í erfiðleikum með að gera þessu skil og finna réttu orðin,“ sagði Mark Morton, gítarleikari málmbandsins Lamb of God, á kynningu vegna nýútkominna endurminninga sinna, Desolation: A Heavy Metal Memoir , en þarna var hann að tala um dauða eins dags gamallar dóttur sinnar árið 2009 en banamein hennar var sýking sem hún varð fyrir í fæðingunni.

Auk þess að fara yfir tónlistarferilinn snertir Morton á erfiðum málum eins og fíkn og bataferlinu sem henni fylgdi en hann segir þó ekkert hafa komist nálægt því að vera eins erfitt að skrifa um og andlát dótturinnar, Madalyn Grace Morton. Áður hefur Morton ávarpað missinn í laginu Embers, sem var á plötunni VII: Sturm und Drang frá 2015, og í ritgerð sem Noisey birti.

Morton kveðst hafa verið afar illa stemmdur dagana sem hann var að skrifa

...