Foreldrar hans höfðu skilið og hann þurfti stundum að líta til með yngri bróður sínum og systur. Jafnvel sækja þau í skólann og gefa þeim hádegismat.
Virgil Van Dijk í 
essinu sínu með 
hollenska landsliðinu 
á EM í Þýskalandi.
Virgil Van Dijk í essinu sínu með hollenska landsliðinu á EM í Þýskalandi. — AFP/Gabriel Bouys

Eftir farsælan feril, þar sem hann lék fyrir félög á borð við RBC og Willem II, átti Frank Brugel eftir að hafa óvænt en mikil áhrif á hollenska knattspyrnu þegar hann hafði lagt skóna á hilluna. Þegar hann fór að mæta á laugar- dögum til að horfa á ungan son sinn, Jordy, leika með áhugamannaliðinu á svæðinu, WDS‘19, vakti einn liðs- félaganna fljótt athygli hans. Jordy, sem er markvörður eins og faðir hans, fékk ekki á sig mörg mörk en mögulega var það vegna þess hver lék fyrir framan hann. Sá smávaxni miðvörður átti meira að segja til að skjótast fram völlinn í leikjum til að skerpa á sókninni og búa til mörk. Hann virtist vera út um allan völl. Hvað ætli hann hafi heitið? Jú, Virgil van Dijk.

Brugel var enn á launaskrá hjá Willem II og gerði sér strax grein fyrir því að pilturinn yrði góð viðbót við akademíu félagsins. „Öfugt við hina strákana í liðinu var Virgil þegar orðinn íþróttamannslega vaxinn. Hann var góður á boltanum,

...