Hildur Sverrisdóttir
Hildur Sverrisdóttir

Einhverjir hafa rekið upp stór augu að við þinglok hafi Mannréttindastofnun Íslands verið stofnuð. Það er vel skiljanlegt að fólk spyrji sig hvort það hafi verið nauðsynlegt. Báðir þingmenn Miðflokksins hafa til að mynda farið mikinn yfir þessu öllu saman og vita ekki hvaðan á sig stendur veðrið.

Það hefur þó legið fyrir í nokkur ár að stofnunin yrði sett á laggirnar, enda var samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks fullgildur árið 2016 og er í samningnum lögð sú skylda á aðildarríki að starfrækja sjálfstæða mannréttindastofnun. Þannig hefur Ísland um langa hríð verið skuldbundið að þjóðarrétti til að setja á fót slíka stofnun enda hafa nánast öll önnur ríki Evrópu það gert. Árið 2019 taldi Alþingi ástæðu til að ganga skrefinu lengra og lögfesta sáttmálann. Samþykkt var þingsályktunartillaga þess efnis en í greinargerð hennar segir að til að fullgilda samninginn sé gerð krafa um að starfrækt sé sjálfstæð eftirlitsstofnun með mannréttindum sem varin

Höfundur: Hildur Sverrisdóttir