Miðflokkurinn mælist með 14,5% fylgi í nýjustu könnun Gallup. Aldrei áður hefur stuðningur við flokkinn mælst jafn mikill. Formaður flokksins telur kosningar vera á næsta leiti.

„Við höf­um ekki reynt að elta kann­an­ir held­ur haldið okk­ar striki, þegar geng­ur vel og illa. Auðvitað gleðst maður yfir því þegar hlut­irn­ir eru í rétta átt en held­ur sínu striki,” seg­ir Sig­mund­ur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.

Í niðurstöðum Þjóðarpúls Gallup, sem ríkisútvarpið greindi frá í gær, mælist fylgi Samfylkingarinnar enn mest allra þingflokka, eða um 26,9%. Flokkurinn tapar þó þremur prósentustigum á milli kannana. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með næstmesta fylgið eða 18,5%. Þar á eftir kemur Miðflokkurinn með 14,5%, Viðreisn með 9,4%, Píratar með 8,8% og Flokkur fólksins með 7,7%.

Ríkisstjórnarflokkarnir Framsókn og Vinstri græn reka lestina með 6,6% og 4% fylgi, ásamt Sósíalistaflokknum

...