— Morgunblaðið/Guðlaugur J. Albertsson

Franski steinlistamaðurinn Henri Patrick Stein hefur að undanförnu unnið við gerð listaverks á Patreksfirði. Hann er heimamönnum vel kunnugur því árið 2002 hannaði hann og reisti minnisvarða um franska sjómenn þar í bæ. Nýja verkið stendur við höfnina og er af árabát annars vegar og íslenskum sjómanni hins vegar. Vill hann með verkinu sýna íbúum Patreksfjarðar virðingarvott.

Stein hefur komið víða við á sínum ferli og meðal annars unnið skúlptúra og ufsagrýlur fyrir endurreisn kirkjunnar Notre Dame í París. Þrátt fyrir rysjótt veður segist Stein ánægður með Íslandsheimsóknina. Bergið sé þó í harðari kantinum og því erfitt að höggva það til.