Veðrið í júlí gæti orðið fremur daufgert, svalt og þurrt, segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í samtali við Morgunblaðið.
Sumarveður Sjaldgæfir blíðviðrisdagar kalla á slökun í sólinni.
Sumarveður Sjaldgæfir blíðviðrisdagar kalla á slökun í sólinni. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

María Hjörvar
mariahjorvar@mbl.is

Veðrið í júlí gæti orðið fremur daufgert, svalt og þurrt, segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í samtali við Morgunblaðið.

Horfur í fyrri hluta júlí, að sögn Einars, benda til lítillar úrkomu sunnan og vestan til en talsverðri úrkomu sé spáð á Austfjörðum.

Til að byrja með verði skúraleiðingar á Suðurlandi en kólna muni fyrir norðan.

Norðanlands verði fremur svalt með hægari norðaustanátt og þoku við sjóinn þar sem vindur stendur af hafi.

Þokusuddi algengur

Hægfara breytingar fara að sjást á fimmtudag þegar hæg norðlæg átt verður ríkjandi fram á sunnudag. Þá mun verða sólríkt en þó eru síðdegisskúrir ekki útilokaðar.

Hiti sunnanlands mun ná allt að 16-18 stigum en svalt verður fyrir norðan og austan, eða um sex til tíu gráður.

...