Gróska Þjónustusamningur var undirritaður fyrir helgi.
Gróska Þjónustusamningur var undirritaður fyrir helgi. — Ljósmynd/Þorkell Þorkelsson

Ný Miðstöð í öldrunarfræðum mun taka við hlutverki Rannsóknarstofu Háskóla Íslands og Landspítala í öldrunarfræðum. Miðstöðin mun sinna margvíslegum rannsóknum og greiningu í tengslum við stöðu eldra fólks og mun HÍ gegna leiðandi hlutverki í henni í stað Landspítalans.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef háskólans.

Þar segir að þjónustusamningar, á milli félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins og heilbrigðisráðuneytisins annars vegar og Háskóla Íslands hins vegar, hafi verið undirritaðir í Grósku á föstudaginn.

Er miðstöðin hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda í málefnum eldra fólks.

„Hlutverk hinnar nýju stofnunar verður m.a. að vinna að rannsóknum sem tengjast aðtæðum og líðan eldra fólks. Hjá Miðstöð í öldrunarfræðum verður meðal annars gerð rannsókn á framgangi og niðurstöðum þróunarverkefna á vegum Gott að eldast,” segir í tilkynningu á vef HÍ.