Fjórða Landsmót hestamanna sem haldið er á keppnissvæði Fáks í Reykjavík hófst í gær.
Landsmót Áhorfendur í brekkunni í 
gær voru af ýmsum toga.
Landsmót Áhorfendur í brekkunni í gær voru af ýmsum toga. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Herdís Tómasdóttir
Herdis@mbl.is

Fjórða Landsmót hestamanna sem haldið er á keppnissvæði Fáks í Reykjavík hófst í gær. Dagskráin stóð yfir frá morgni til kvölds á báðum keppnisvöllum en aðeins brot af þeim gæðingum sem búast má við á mótinu hafa komið fram.

Forkeppni í b-flokki gæðinga hófst á eftir barnaflokki og munaði litlu á efstu knöpunum. Jakob Svavar Sigurðsson og Kór frá Skálakoti eru efstir með 8,89 í einkunn. Jafnir með 8,86 í öðru sæti eru Hlynur Guðmundsson á Trommu frá Höfn og Helgi Þór Guðjónsson á Þresti frá Kolsholti 2.

Keppendur í þriðja sæti eru einnig jafnir með 8,81 í einkunn en það eru þau Arnhildur Helgadóttir á Völu frá Hjarðartúni og Sigurður Sigurðarson á Rauðu-List frá Þjóðólfshaga. Stefnir því í spennandi milliriðil í b-flokki á fimmtudaginn.

Matthías Sigurðsson stendur efstur eftir forkeppni í ungmennaflokki með 8,91

...