„Ég er nú þegar komin inn í mörg mál og byrjuð að vinna af krafti,” segir Guðrún Karls Helgudóttir, nýkjörinn biskup Íslands.
Biskup Guðrún Karls Helgudóttir.
Biskup Guðrún Karls Helgudóttir. — Morgunblaðið/Eggert

María Hjörvar
mariahjorvar@mbl.is

„Ég er nú þegar komin inn í mörg mál og byrjuð að vinna af krafti,” segir Guðrún Karls Helgudóttir, nýkjörinn biskup Íslands, í samtali við Morgunblaðið. Guðrún var í maí síðastliðnum kjörin biskup Íslands og verður formlega vígð 1. september næstkomandi.

Þrátt fyrir að enn sé nokkuð í vígsluna er Guðrún mætt á skrifstofuna og var hennar fyrsti dagur í gær, mánudagur. Aðspurð segist hún sjá um flestallt nema vígslu presta og djákna. Fyrsti dagurinn var tekinn snemma og fór hann í að hitta nýja samstarfsmenn. Komu sumir þeirra meira að segja úr sumarfríi til að hitta biskup sinn. Biskupsritari, Eva Björk Valdimarsdóttir, hóf einnig störf í gær.

„Við eigum hér gott samfélag,” segir biskup og bætir við að hún þekki flest starfsfólkið og hlakki til komandi samstarfs.

Fjölskylda biskup

...