„Það er engin kvöð á sveitarstjórum að mynda meirihluta og það er ekki hægt að rjúfa þing eins og gert er á Alþingi ef þetta gerist. Menn verða bara að halda áfram og finna einhverja leið út úr vandanum.”
Grétar Þór Eyþórsson
Grétar Þór Eyþórsson

Valgerður Laufey Guðmundsdóttir
vally@mbl.is

„Það er engin kvöð á sveitarstjórum að mynda meirihluta og það er ekki hægt að rjúfa þing eins og gert er á Alþingi ef þetta gerist. Menn verða bara að halda áfram og finna einhverja leið út úr vandanum. Sagan hefur sýnt okkur að þetta hefur nú alltaf tekist einhvern veginn,” segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, í samtali við Morgunblaðið.

Vísar hann í máli sínu til þess að meirihlutar í þremur sveitarstjórnum hafa nú sprungið á undanförnum vikum. Í Þingeyjarsveit og Árborg sprakk meirihlutasamstarf og nýr meirihluti var myndaður í kjölfarið. Í Suðurnesjabæ sprakk meirihlutasamstarf í byrjun júní en þar hefur ekki tekist að mynda nýja stjórn.

Grétar segir að ef engin "stórkostleg ágreiningsmál" eru í gangi þá geti hlutirnir mallað í einhvern tíma án formlegs meirihluta. Dæmi um þetta er

...