Staðan kom upp í áskorendaflokki Skákþings Íslands sem lauk fyrir skömmu
Hvítur á leik.
Hvítur á leik.

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bc4 e6 7. Bb3 Rbd7 8. 0-0 Rc5 9. De2 b5 10. Bg5 b4 11. Rd5 exd5 12. exd5+ Kd7 13. Hfe1 Bb7 14. c3 Db6 15. Bxf6 gxf6 16. Hac1 Rxb3 17. Dg4+ Kc7 18. axb3 Hc8

Staðan kom upp í áskorendaflokki Skákþings Íslands sem lauk fyrir skömmu í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur í Faxafeni 12. Roberto Eduardo Osorio Ferrer (1.780) hafði hvítt gegn Adam Omarssyni (1.997) . 19. cxb4+! Kb8 20. Hxc8+ Bxc8 21. He8 Bg7 22. Dxc8+ og svartur gafst upp. Í dag hefst fyrsta umferð heimsmeistaramóts öldunga (50+) í opnum flokki en mótið fer fram í Kraká í Póllandi og lýkur 11. júlí næstkomandi. Íslenska liðið er skipað stórmeisturunum Helga Ólafssyni, Jóhanni Hjartarsyni, Margeiri Péturssyni, Jóni L. Árnasyni og Þresti Þórhallssyni, sjá nánari upplýsingar um mótið á skak.is.