Pjetur ólst upp á Seltjarnarnesi en býr í Reykjavík. Hann var í sveit í nokkur sumur í Sætúni á Langanesi og æfði fótbolta með Gróttu.

60 ára Pjetur ólst upp á Seltjarnarnesi en býr í Reykjavík. Hann var í sveit í nokkur sumur í Sætúni á Langanesi og æfði fótbolta með Gróttu. „Ég gat nú lítið og fór um tvítugt að dæma fótbolta.”

Pjetur varð alþjóðlegur aðstoðardómari og var bæði dómari og aðstoðardómari í efstu deild hér á landi. Á stórmótum eins og HM 1990 voru dómarar settir í störf aðstoðardómara. sem eru oft kallaðir línuverðir. En það tókst illa til svo úr urðu sérhæfðir aðstoðardómarar. Pjetur hætti dómgæslunni 2006.

Pjetur varð stúdent frá Verzlunarskóa Íslads en fór fljótlega upp úr því að vinna sem ljósmyndari á Tímanum, eða 1986. Hann var tíu ár þar og fór þaðan yfir á DV og svo á Fréttablaðið þegar fyrirtækin sem ráku þau blöð sameinuðust. Pjetur var síðan yfir ljósmyndadeildinni á Fréttablaðinu þangað til hann hætti 2016. „Ég hef lítið tekið myndir síðan, mér fannst 30 ár vera orðið nokkuð gott, en ég

...