Sjálfsagt má deila endalaust um túlkun á Mahler. Sjálfur sagði hann að sinfónían ætti að vera eins og heimurinn, hún „ætti að innihalda allt“.
Tónskáld Ýmsar leiðir eru til að túlka verk Mahlers.
Tónskáld Ýmsar leiðir eru til að túlka verk Mahlers. — Ljósmynd/Moritz Nähr

Af tónlist
Magnús Lyngdal Magnússon

Í ár er liðinn réttur áratugur frá því Lorin Maazel féll frá en hann var einn kunnasti hljómsveitarstjóri veraldar á sinni tíð. Hann fæddist í Neuilly-sur-Seine í Frakklandi árið 1930 og lést í Virginíuríki í Bandaríkjunum árið 2014; hafði hann þá fjögur ár um áttrætt. Maazel var af rússnesk-úkraínskum ættum en ólst að mestu leyti upp í Pittsburgh í Bandaríkjunum. Hann var undrabarn í tónlist og stjórnaði í fyrsta skipti hljómsveit átta ára gamall. Samhliða námi í hljómsveitarstjórn nam hann fiðluleik en snemma var ljóst að honum myndi mikil frægð búin sem hljómsveitarstjóra. Arturo Toscanini bauð honum, ellefu ára gömlum, að stjórna NBC-sinfóníuhljómsveitinni en á aldrinum 9 til 15 ára stjórnaði hann öllum helstu hljómsveitum í Bandaríkjunum.

Maazel hélt snemma til Evrópu og varð fyrstur Bandaríkjamanna til þess að stjórna í Bayreuth, það er að segja

...