Árleg sumartónleikaröð  í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar hefst í kvöld klukkan 20.30  og stendur fram í miðjan ágúst.
Tónlist „Það verða til einhverjir töfrar á milli tónlistarmannanna og áheyrenda innan um stórfengleg listaverkin í rýminu,“ segir Hlíf Sigurjónsdóttir.
Tónlist „Það verða til einhverjir töfrar á milli tónlistarmannanna og áheyrenda innan um stórfengleg listaverkin í rýminu,“ segir Hlíf Sigurjónsdóttir. — Morgunblaðið/Eggert

Snædís Björnsdóttir
snaedis@mbl.is

Árleg sumartónleikaröð í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar hefst í kvöld klukkan 20.30  og stendur fram í miðjan ágúst. Þetta sumar telst hið þrítugasta og fjórða sem sumartónleikar hafa verið haldnir í safninu og verður boðið upp á klassíska tónleika af margvíslegum toga vikulega á þriðjudögum.

„Ég var einmitt að fara yfir dagskrá sumarsins áðan og þá sló það mig hvað hún er ofboðslega fjölbreytt og spennandi,” segir Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari spurð að því við hverju tónleikagestir megi búast. Hún heldur utan um tónleikana ásamt manni sínum Geirfinni Jónssyni og hefur gert undanfarin ár. „Það munu koma fram gamalreyndir tónlistarmenn og nýútskrifaðir og allt þar á milli. Það verður frumflutningur á splunkunýjum verkum og líka leikin eldri verk. Þetta verður sannkölluð sumarveisla.”

Færri tónlistarmenn komast að á hverju ári

...