Hilmar Smári Henningsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, er genginn til liðs við Stjörnuna en Garðabæjarfélagið skýrði frá því í gærkvöld.

Hilmar Smári Henningsson , landsliðsmaður í körfuknattleik, er genginn til liðs við Stjörnuna en Garðabæjarfélagið skýrði frá því í gærkvöld. Hilmar, sem er 23 ára bakvörður, lék áður með Stjörnunni fyrir tveimur árum, síðan með uppeldisfélaginu Haukum, og síðasta tímabil lék hann með Bremerhaven í þýsku B-deildinni. Áður var hann í röðum Valencia á Spáni og eitt tímabil með Þór á Akureyri.

Bandaríska fimleikadrottningin Simone Biles er á leið á Ólympíuleikana í París en hún hætti keppni á síðustu leikum vegna andlegra erfiðleika og tók sér frí í tvö ár af þeim sökum. Hún vann bandaríska úrtökumótið um helgina en Biles hefur unnið fern gullverðlaun á Ólympíuleikum.

Knattspyrnumaðurinn Andri Fannar Baldursson leikur áfram með Elfsborg í sænsku úrvalsdeildinni út tímabilið. Hann átti að snúa aftur úr láni til Bologna

...