Skýrsla Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar fyrir júnímánuð er fróðleg aflestrar. Staðan á húsnæðismarkaði er fyrstu kaupendum og lágtekjufólki erfið.
Þórunn Sveinbjarnardóttir
Þórunn Sveinbjarnardóttir

Þórunn Sveinbjarnardóttir
tsv@althingi.is

Skýrsla Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar fyrir júnímánuð er fróðleg aflestrar. Staðan á húsnæðismarkaði er fyrstu kaupendum og lágtekjufólki erfið. Ungum kaupendum heldur áfram að fækka. Það er sannkölluð öfugþróun. 85% íbúða á markaði á höfuðborgarsvæðinu eru verðlögð á meira en 60 milljónir króna. Það sér hver manneskja að einstaklingur eða par á þrítugsaldri reiðir útborgun í slíkri íbúð ekki fram hjálparlaust og á í ofanálag erfitt með að fá greiðslumat hjá lánastofnunum. Efnahagsumhverfið er ekki hagfellt, svo ekki sé dýpra í árinni tekið, stýrivextir búnir að vera 9,25% í tæpt ár og verðbólgan enn rúmlega 6%.

Fyrir fjórum árum var meðalverð 3ja herbergja íbúðar 44 milljónir króna. Það hefur hækkað um helming og er nú 66 milljónir króna. Meðalverð fermetra í nýju húsnæði á höfuðborgarsvæðinu er 844 þúsund krónur. Ofan á þetta

...

Höfundur: Þórunn Sveinbjarnardóttir