Ellý Katrín Guðmundsdóttir fæddist 15. september 1964. Hún lést 13. júní 2024.
Útför Ellýjar fór fram 25. júní 2024.

Ellý var ein yndislegasta manneskja sem ég hef kynnst og starfað með. Leiðir okkar lágu fyrst saman þegar hún kom til starfa hjá Reykjavíkurborg til að stýra umhverfis- og samgöngumálum en ég var á þeim tíma formaður umhverfis- og samgöngunefndar borgarinnar. Samstarf okkar var því afar náið á kjörtímabilinu 2002-2006. Milli okkar ríkti alltaf traust og með okkur tókst góð vinátta sem ekki rofnaði þótt ég hætti störfum á vettvangi borgarstjórnar. Ekki spillti fyrir að í gegnum Ellý kynntist ég fyrst Magnúsi Karli frænda mínum.

Ellý reyndist afbragðs stjórnandi, framsýn og ráðagóð, vinnusöm og vel liðin. Hún var fylgin sér, lét vel að starfa með kjörnum fulltrúum þvert á flokka, en fór aldrei leynt með skoðanir sínar og faglegt mat. Hún var hrein og bein

...