— Morgunblaðið/Sonja

Skemmtiferðaskipið Norwegian Prima gnæfði yfir Ísafjarðarbæ síðdegis í gær en var þó ekki eina skipið sem sótti bæinn heim. Tvö önnur skip komu í höfn í gær, Norwegian Star og Coral Princess, en það síðarnefnda sigldi út fjörðinn er blaðamenn bar að garði.

Norwegian Prima, sem kom í fyrsta sinn til Ísafjarðar í maí á þessu ári, er 294 metrar að lengd og breiðast er það 41 metri.

Skipið var vígt í Reykjavík við hátíðlega athöfn í ágúst 2022. Skipin þrjú sem voru við höfn í gær taka samanlagt hátt í sjö þúsund farþega og því margfaldast fólksfjöldinn á svæðinu þegar skipakomur eru svo margar. Í hönd er farin ein annasamasta vikan á Ísafirði í sumar en í dag er áætlað að fimm skemmtiferðaskip komi til hafnar, National Geograpich Resolution, Celebrity Apex, Le Bellot, Star Pride og Viking Star.

Í vikunni munu því hátt í 20 þúsund ferðamenn hafa viðkomu í bænum. Ferðamenn af skipunum halda flestir hverjir

...