Valgerður Laufey Guðmundsdóttir
vally@mbl.is

„Fólk líkir þessari furðulegu kynningu borgarstjórans í fréttum við að korti af hverfinu hafi verið stillt upp, pílum kastað og svo tússað um þá staði sem pílurnar lentu á,” segir Árni Guðmundsson, varaformaður íbúasamtaka Grafarvogs og fulltrúi í íbúðaráði Grafarvogs, um þéttingu byggðar í Grafarvogi sem nýr borgarstjóri hefur boðað.

Allt að 500 íbúðir munu rísa í Grafarvogi á næstu árum með fyrirvara um íbúðasamráð og athugasemdir sem koma frá nærumhverfinu. Er þetta hluti af átaksverkefni sem var hrint úr vör þegar Einar Þorsteinsson borgarstjóri tók við embætti sínu.

Eru íbúar margir hverjir uggandi yfir áformunum. Telja þeir m.a. hættu á að borgin skerði aðgengi að útivistarsvæðum og byggðin þrengi enn frekar að leik- og grunnskólum í hverfinu.

„Ég veit að alls staðar sem maður fer og byggir, þá er

...