Ný lagabreyting um persónuafslátt lífeyrisþega sem búa erlendis hefur valdið óvissu á meðal eldra fólks. Samkvæmt breytingunni átti að afnema persónuafslátt þessara lífeyrisþega um síðustu áramót.
Torrevieja Íslenskir lífeyrisþegar hafa margir kosið að búa í sólarlöndum.
Torrevieja Íslenskir lífeyrisþegar hafa margir kosið að búa í sólarlöndum. — Morgunblaðið/Eggert

Viktoría Benný B. Kjartansdóttir
viktoria@mbl.is

Ný lagabreyting um persónuafslátt lífeyrisþega sem búa erlendis hefur valdið óvissu á meðal eldra fólks. Samkvæmt breytingunni átti að afnema persónuafslátt þessara lífeyrisþega um síðustu áramót. Stjórnarandstaðan náði þó að fresta gildistöku laganna um eitt ár í þinglokasamningi um síðustu jól, þ.e. að lögin tækju ekki gildi fyrr en 1. janúar 2025.

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, lagði fram frumvarp á þinginu núna í vor, um að fella breytinguna á brott, en fékk það ekki samþykkt. Inga gagnrýnir lagabreytinguna harðlega og efast jafnframt um að hún standist jafnræðisákvæði stjórnarskrár.

„Þetta lítur mjög illa út gagnvart þessum hópi fólks,” segir hún í samtali við Morgunblaðið.

Lagabreytingin er sú að ef fólk sem býr erlendis hefur 75% eða meiri tekjur að sækja til Íslands þá geti það

...