Landsmót Oliver er duglegur að þjálfa 
Glæsi og taka hann á námskeið.
Landsmót Oliver er duglegur að þjálfa Glæsi og taka hann á námskeið. — Ljósmynd/LinaImages/Carolin Giese

Oliver Sirén Matthíasson var yngsti knapinn inn á landsmót í ár en hann verður tíu ára 30. desember svo litlu mátti muna að hann mætti ekki keppa. Hann keppti á hestinum sínum Glæsi frá Traðarholti í barnaflokki á mánudag og uppskáru þeir glæsieinkunnina 8,31.

Foreldrar Olivers hafa lagt mikið upp úr því að skemmtanagildið sé í fyrirrúmi og hafa þau reynt að stilla væntingum hans í hóf. Oliver, sem er mjög tölumiðaður, náði þó sínu markmiði sem var að fá einkunn yfir 8,30.

Oliver hefur fylgt foreldrum sínum í hestum allt sitt líf en móðir hans, Henna Sirén, er tamningakona og reiðkennari í Fáki. Áhuginn á hestamennsku kviknaði í alvöru í fyrra þegar Oliver eignaðist öðlinginn Glæsi.

„Glæsir er mjög mikill karakter. Hann er mjög ánægður með sig og ef einhver hlutur kemur nálægt honum fer hann strax að fikta í því,” segir Oliver.

Þegar ekki eru fótbolta- eða taekwondo-æfingar

...