Bjarki Jóhannesson
Bjarki Jóhannesson

Bjarki Jóhannesson, skipulagsfræðingur, verkfræðingur og arkitekt, fjallar um vegakerfi landsins, fjölgun banaslysa og borgarlínu í grein hér í blaðinu í gær. Bjarki bendir á að banaslys séu orðin of mörg og vísar til þess að ástand vegakerfisins sé slæmt. Ástæðan sé „að klæðning er notuð sem bundið slitlag á 90% af íslenskum þjóðvegum í stað malbiks.

Klæðningin er malarslitlag með olíublönduðu asfalti. Umferðin er látin þjappa niður lausamölina með tilheyrandi steinkasti. Aðferðin var tekin í notkun hérlendis árið 1978 til að minnka kostnað við vegagerð. Frá því eru liðin tæp 50 ár og síðan hefur lítið sem ekkert gerst í þeim málum þótt umferð á vegunum hafi stóraukist og þar á meðal umferð stórra flutningabíla.”

Bjarki heldur áfram og segir að þrátt fyrir þetta sé „í tillögu að samgönguáætlun 2024-2040 gert ráð fyrir kostnaði ríkisins við svonefnda borgarlínu upp á 80 milljarða króna á næstu 10 árum. Með

...