Gífurlegur mannfjöldi er á vergangi eftir síðustu rýmingarskipun í Khan Yunis
Gífurlegur mannfjöldi er á vergangi eftir síðustu rýmingarskipun í Khan Yunis — AFP/Eyad Baba

Harðar loftárásir voru gerðar á borgina Khan Yunis í suðurhluta Gasa í gær, eftir að talsmenn Ísraelshers gáfu út rýmingarskipun á svæðinu í kjölfar loftárása Íslamska Jíhad frá borginni. Samkvæmt upplýsingum frá sjúkrahúsi í borginni í gær höfðu átta manns látist í árásunum og 30 særst.

Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna telja að rýmingarskipunin hafi áhrif á 250 þúsund Palestínubúa sem munu yfirgefa svæðið líklega varanlega. Ljósmyndari AFP sá fjölda íbúa halda gangandi af stað, á hestum, ösnum eða í bílum, með allt sitt hafurtask. Margir þeirra eru á leið út í óvissuna og vita ekki hvar þeirra næturstaður verður.