„Það sem við fylgjumst grannt með núna eru þessar öndunarfærasýkingar,” segir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir.
Guðrún Aspelund
Guðrún Aspelund

Sviðsljós
Dóra Ósk Halldórsdóttir
doraosk@mbl.is

„Það sem við fylgjumst grannt með núna eru þessar öndunarfærasýkingar,” segir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir.

Ársskýrsla sóttvarna fyrir 2023, á vegum embættis landlæknis, var gefin út á dögunum. Þar kemur fram að skráð inflúensusmit árið 2023 voru 844, en árið 2022 greindust 1.164 einstaklingar.

Skýringin á fækkun á milli ára er talin liggja í því að flensufaraldur kom seint veturinn 2021-2022 og snemma veturinn 2022-22023, svo tveir flensutoppar féllu innan marka ársins 2022. Ef tekið er tillit til þess má segja að inflúensusmit séu svipuð á milli ára.

Álag á heilbrigðiskerfið

„Þessi vetur var samt að komast nær eðlilegu horfi frá því að Covid-19 var sem verst. En við sjáum hvernig Covid-19 hefur lagst ofan á hinar pestirnar, ofan

...