Það er nóg komið af naumhyggju og hálfkáki í húsnæðismálum. Hér skortir myndugleika.
Ámundi Loftsson
Ámundi Loftsson

Húsnæðismál á Íslandi eru í ólestri. Fjöldi fólks er í húsnæðishraki og á sér enga von um að eignast nokkurn tíma þak yfir höfuðið.

Ef ekki verður hér afgerandi breyting á mun bilið milli framboðs og eftirspurnar á húsnæði halda áfram að breikka og neyðin að aukast. Það skortir framsýni og áræði í húsnæðismálum.
Stóru framfaraskrefin sem stigin hafa verið í húsnæðismálum á Íslandi voru bygging verkamannabústaða í Vesturbæ Reykjavíkur fyrir og um miðja síðustu öld. Þá var Breiðholtið skipulagt og byggt þegar Sjálfstæðisflokkurinn var við stjórn borgarinnar og Geir Hallgrímsson var borgarstjóri og síðan var Grafarvogurinn skipulagður og byggður í borgarstjóratíð Davíðs Oddssonar. Allt eru þetta skýr dæmi um skilning á þörfum almennings, framsýni, áræði og framtakssemi.
Síðan þá hefur bygging íbúðarhúnæðis verið of hæg til að tryggja viðunandi framboð og ástand húsnæðismarkaðarins því stöðugt farið

...