Ekki má láta misviturt fólk verða til þess að þjóðarbúið tapi milljörðum króna ár eftir ár vegna stöðvunar hvalveiða og loðnubrests vegna þess.
Hjörleifur Hallgríms
Hjörleifur Hallgríms

Ég er víst ekki aldeilis einn um að blöskra hvernig haldið er á málum í sambandi við hvalveiðar, sem í áratugi hafa verið stundaðar hér við land með góðum árangri. Það er ömurlegt til þess að vita að tvær konur, ráðherrar úr Vinstri-grænum og meira að segja er sagt að önnur þeirra hafi brotið lög, sem ég hélt nú að væri ekki sæmandi ráðherra, séu látnar komast upp með að eyðileggja eða koma í veg fyrir að hægt sé að hefja hvalveiðar að einhverju marki tvö ár í röð.

Þetta hefur augljóslega leitt til þess að loðnuveiðar hafa að mestum hluta ekki verið leyfðar þar sem loðna hefur ekki fundist í leit skipa eftir henni og er talið að loðnan og t.d. makríll séu ein aðalfæða langreyða. Skemmst er að minnast skipstjórans, sem á skipi sínu ekki alls fyrir löngu var staddur út af Snæfellsnesi og sagðist hafa séð stóra hvalatorfu sem hafi talið u.þ.b. eitt hundrað dýr og hvert var tilefnið, jú, hvalurinn var að gæða sér á stórri loðnutorfu svo

...