Í Vestmannaeyjum Garðar í göngu hjá Ferðafélagi Rangæinga, sumardaginn fyrsta 2023.
Í Vestmannaeyjum Garðar í göngu hjá Ferðafélagi Rangæinga, sumardaginn fyrsta 2023.

Garðar Þorfinnsson er fæddur 3. júlí 1974 á Spóastöðum í Biskupstungum og ólst þar upp.

„Á hlaðinu á Spóastöðum á æskuárunum bjuggu einnig amma og afi og voru það mikil forréttindi. Í minningunni gat ég alltaf gengið að nýjum kleinum hjá ömmu og var það mikill kostur fyrir ungan dreng. Ég bý í dag á Hellu ásamt konu og tveimur börnum á fallegum stað við bakka Ytri-Rangár og er stutt fyrir börnin að fara í sveitina til ömmu og afa sem ég met mikils.

Ég vann öll hefðbundin sveitastörf á Spóastöðum öll unglingsárin, sem fólst m.a. í umhirðu við búpening, gróðursetningu á trjám í skógrækt foreldranna, vinna í gróðurhúsi og almenn vinna á dráttarvélum.”

Garðar gekk í grunnskóla í Reykholti í Biskupstungum, nú Bláskógabyggð. Hann var stúdent frá Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi 1994, búfræðingur frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri 1997 og búfræðikandidat frá sama skóla árið 2001.

...