Helgi Bjarnason, fyrrverandi blaðamaður á Morgunblaðinu, hefur tekið saman og gefið út bókina Fjóra snillinga í ritröðinni Sagnaþættir úr Borgarfirði, en í fyrra sendi hann frá sér Gleymd skáld og gamlar sögur
Glæsihús Íbúðarhúsið á Arnbjargarlæk ber vitni um stórhug Davíðs Þorsteinssonar og verkhyggni Kristjáns F. Björnssonar.
Glæsihús Íbúðarhúsið á Arnbjargarlæk ber vitni um stórhug Davíðs Þorsteinssonar og verkhyggni Kristjáns F. Björnssonar. — Ljósmyndir/Helgi Bjarnason

Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

Helgi Bjarnason, fyrrverandi blaðamaður á Morgunblaðinu, hefur tekið saman og gefið út bókina Fjóra snillinga í ritröðinni Sagnaþættir úr Borgarfirði, en í fyrra sendi hann frá sér Gleymd skáld og gamlar sögur. „Ég hef mjög gaman af því að grúska í gömlu efni og segja sögur af fólki,“ segir hann, en í bókinni tekur hann fyrir tvo bændahöfðingja og tvö skáld. „Þetta er mitt helsta áhugamál eftir að ég hætti að vinna.“

Davíð Þorsteinsson, stórbóndi á Arnbjargarlæk á fyrstu áratugum 20. aldar, Kristján F. Björnsson, bóndi og byggingarmeistari á Steinum á svipuðum tíma,

...