Svartur á leik
Svartur á leik

1. Rf3 d5 2. g3 c5 3. Bg2 Rf6 4. 0-0 e6 5. d3 Rc6 6. Rbd2 Be7 7. e4 h6 8. He1 Dc7 9. c3 b6 10. Rf1 0-0 11. Bf4 Dd8 12. e5 Rh7 13. h4 a5 14. a4 Ba6 15. R1h2 He8 16. Rg4 Bf8 17. Bf1 b5 18. axb5 Bxb5 19. b3 Dd7 20. Dd2 Heb8 21. Be2 Ha7 22. Bd1 Dc8 23. Bc2 d4 24. c4 Ba6 25. Bd1 Bb7 26. De2 Re7 27. Rd2 Rg6 28. h5 Rxf4 29. gxf4 Dd8 30. Df1 Dh4 31. Re4 Kh8 32. Dg2 f5 33. exf6 gxf6 34. Dg3 Dxg3+ 35. Rxg3 Bc8 36. Ha3 Kg7 37. Bf3 Bd6 38. Re4 Bxf4 39. Rxc5

Staðan kom upp á opnu alþjóðlegu skákmóti sem lauk fyrir skömmu á Tenerife á Spáni. Sigurvegari mótsins, Vignir Vatnar Stefánsson (2.526), hafði svart gegn Fabian Fiorito (2.281) frá Argentínu. 39. … Bd6! 40. b4 Rg5! og hvítur kaus að leggja niður vopnin en staða svarts er vænleg eftir t.d. 41. Bg2 e5. Þriðja umferð ólympíumótsins fer fram í dag, sjá nánar á skak.is.