Vinsamlegast gerðu uppreisn (e. Please Revolt) nefnist sýning sem Magga Eddudóttir opnar í Listasal Mosfellsbæjar í dag kl. 14-16. „Hugvekjan að titlinum kom til eftir lestur greinar eftir Lóu Hjálmtýsdóttur sem ber heitið „Lágkúruleg illska“
Magga Eddudóttir
Magga Eddudóttir

Vinsamlegast gerðu uppreisn (e. Please Revolt) nefnist sýning sem Magga Eddudóttir opnar í Listasal Mosfellsbæjar í dag kl. 14-16. „Hugvekjan að titlinum kom til eftir lestur greinar eftir Lóu Hjálmtýsdóttur sem ber heitið „Lágkúruleg illska“. Þar er að finna mikilvæga áminningu um ábyrgð okkar sem manneskjur að standa vörð um mannréttindi og vernd barna hvar í heiminum sem þau eru fædd. […] Saman getum við breytt heiminum til hins betra. Við getum gert margt ef við stöndum saman gegn kúgun og órétti. Magga hefur síðustu ár unnið mikið með hugmyndir og tilfinningar sem tengjast frelsi og hefur málstaður Palestínu átt hug hennar allan undanfarið ár,“ segir í tilkynningu. ­Sýningin stendur til og með 11. október.