Hvort bjartsýni forsætisráðherra um þingveturinn rætist og á þingi næst samstaða um skynsamlegar niðurstöður í mikilvægum málum kemur í ljós.

Vettvangur

Björn Bjarnason

bjorn@bjorn.is

Fjárlagafrumvarp ársins 2025 var kynnt 10. september þegar alþingi kom saman og degi síðar flutti forsætisráðherra stefnuræðu sína. Síðasta þing kjörtímabilsins hófst þegar vetur minnti á sig fyrir norðan, vestan og austan.

Í stefnuræðunni sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra að ástæða væri til að fara bjartsýnn inn í þingveturinn. Verðbólga væri markvert að lækka. Tryggja þyrfti að sú þróun héldi áfram og beita agaðri hagstjórn. Það væri stærsta hagsmunamál heimilanna og fyrirtækjanna í landinu. Undanfarið hefði ríkið stutt við seðlabankann með aðhaldi, líkt og bankinn sjálfur og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefðu bent á. Ríkisútgjöld ykjust hægar en útgjöld

...