Það er fullt af unglingum sem hafa gaman af bragfræði og ég er alltaf að heyra af krökkum sem eru að yrkja.
„Mér þykir vænt um að fá bókina gefna út,“ segir Ragnar Ingi um nýja bók sína.
„Mér þykir vænt um að fá bókina gefna út,“ segir Ragnar Ingi um nýja bók sína. — Morgunblaðið/Eggert

Söngur ljóðstafanna er bók eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson sem inniheldur safn greina um bragfræði, einkum þá hlið hennar sem snýr að stuðlasetningu.

„Þarna er að finna úrval greina eftir mig um bragfræði. Allar greinarnar, fyrir utan eina, hafa áður birst á prenti. Elsta greinin er frá 2003 og fjallar um limrur. Greinin sem hefur ekki birst áður fjallar um jafngildisflokka í íslenskum kveðskap. Það sem stuðlar saman er kallað jafngildisflokkur. Sérhljóðarnir stuðla til dæmis allir hver við annan,“ segir Ragnar Ingi.

Fyrsta greinin í bókinni heitir Söngur ljóðstafanna. „Þetta er yngsta greinin og hún birtist í Skírni á sínum tíma. Þar er samandregið það sem ég var með í doktorsritgerðinni minni, nema styttra og afmarkaðra, sem er þróun stuðlasetningar í íslenskum

...