Svandís Svavarsdóttir
Svandís Svavarsdóttir

Það verða bráðum liðin 110 ár síðan konur, fertugar og eldri, máttu kjósa sér fulltrúa á Alþingi og bjóða fram krafta sína þar. En rétturinn kom ekki af sjálfu sér og það er óþarft að hafa mörg orð um þá baráttu sem þær háðu til að ná honum fram. Þessum sjálfsagða rétti.

En alltaf er verið að minna okkur á að þetta er raunar langt frá því að vera sjálfsagt. Við erum farin að tala svo oft um hið alræmda bakslag að orðið sjálft er nánast farið að missa merkingu sína. Það sem nú á sér stað um allan heim, ekki síst í Bandaríkjunum, er afturför. Þrengt er að réttindum kvenna til þess að taka sjálfar ákvarðanir um eigin líkama; um þungunarrof og getnaðarvarnir, og vegið er að réttindum hinsegin fólks. Fólk sem fer með mikil völd gerir hvað það getur til að leggja sitt af mörkum í afturförinni. Þetta er alvarleg þróun og Ísland fer ekki varhluta af þessari

...

Höfundur: Svandís Svavarsdóttir