Það má heyra á Marianne Rasmussen-Coulling að hún verður örlítið meyr þegar hún er spurð hvernig henni er innanbrjósts þegar hún gengur inn á sýningargólf Íslensku sjávarútvegssýningarinnar, IceFish
Glaðbeittur og forvitinn Ólafur Ragnar Grímsson heimsækir sýningunna undir góðri leiðsögn Marianne.
Glaðbeittur og forvitinn Ólafur Ragnar Grímsson heimsækir sýningunna undir góðri leiðsögn Marianne.

Ásgeir Ingvarsson

ai@mbl.is

Það má heyra á Marianne Rasmussen-Coulling að hún verður örlítið meyr þegar hún er spurð hvernig henni er innanbrjósts þegar hún gengur inn á sýningargólf Íslensku sjávarútvegssýningarinnar, IceFish. Marianne er framkvæmdastjóri sýningarinnar og hefur starfað við viðburðinn allt síðan árið 1996.

„Tilfinningin hefur verið svolítið eins og að fylgjast með barni vaxa úr grasi, og eiginmaður minn hefur komist þannig að orði að ég sé þriggja barna móðir: synir mínir tveir eiga hug minn allan og svo er IceFish þriðja barnið.“

Stöðugleiki og endurnýjun

Að gera annan eins viðburð að veruleika er meiri háttar verkefni og kveðst Marianne alltaf fyllast miklu stolti í hvert skipti sem sýningin er sett, en

...